A A A

Fjallskila­seđill og réttir 2019

Vesturbyggð og Tálknafjarðahreppur hafa nú gefið út fjallskilaseðil fyrir árið 2019 og er hann birtur hér.

Fjallskil fara fram samkvæmt fjallskilasamþykkt fyrir Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslur nr. 716/2012, sem auglýst er í B- deild Stjórnartíðinda.


 

Fjallskilanefnd skorar á alla land- og fjáreigendur að láta sinn hlut ekki eftir liggja og leggja fram menn í leitir skv. beiðni leitarstjóra. Vanræksla eins bitnar á öðrum og gerir allt skipulag erfitt í framkvæmd.

Tilgangurinn er að reyna að létta okkur smölunina með því að sem flestir geti unnið saman og sem skemmstur tími líði milli smölunar á samliggjandi svæðum. Árangurinn ætti að verða betri heimtur.

Hlutverk leitarstjóra er að sjá til þess að leitir séu mannaðar. Dagssetningar á seðlinum eru byggðar á reynslu fyrri ára.

Athugasemdum við fjallskilaseðil skal beina til formanns fjallskilanefndar og skulu þær berast fyrir 1. september 2019.

Fjallskilaseðill 2019 (.pdf)
Fjallskilasamþykkt
Lög um afréttarmálefni, fjallskil o.fl.

Endurskođun ađalskipulags Tálknafjarđarhrepps 2019-2031

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps hefur hafið vinnu við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Haldinn var kynningarfundur um verkefnið 4. apríl 2019 þar sem íbúum var gefinn kostur á að koma hugmyndum sínum á framfæri.
 

Nú er kynnt lýsing skipulagsverkefnisins þar sem gerð er grein fyrir helstu viðfangsefnum aðalskipulagsins, áherslum sveitarstjórnar auk upplýsinga um fyrirhugað skipulagsferli. Gert er ráð fyrir að vinna við aðalskipulagið verði í gangi fram eftir árinu 2021 og munu gefast nokkur tækifæri til að koma upplýsingum og sjónarmiðum á framfæri.
 

Íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á því að leggja fram sjónarmið og ábendingar við skipulagslýsinguna og skal þeim skilað skriflega á skrifstofu sveitarfélagsins , Strandgötu 38, 460 Tálknafirði eða á netfangið talknafjordur@talknafjordur.is  fyrir 13. september nk.

Skipulagslýsing (.pdf)

Sveitarstjórnarfundur

544. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Strandgötu 38,
15. ágúst 2019
og hefst kl. 18:00.

Sjá fundarboð hér (.pdf)


Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri

Reynsla Troms fylkis í Noregi af laxeldi - fundur á Tálknafirđi

Fimmtudaginn 8. ágúst verður haldinn fundur í Dunhaga á Tálknafirði um áhrif laxeldis á Vestfirði. Það er Matís og Vestfjarðastofa sem boða til fundarins, sem hefst kl. 20:00, en fyrirlesari verður Gunnar Davíðssonar sem er ráðgjafi hjá Troms fylki í norður Noregi. 
 
Norðmenn framleiða um 1.3 milljónir tonn í sjókvíaeldi sem skilar um 840 milljörðum (ISK) króna á ári og skapar um 33 þúsund ársverk. Eitt ársverk í Noregi skapar um 14 milljón kr. í þjóðarauð að meðaltali (fyrir utan olíuvinnslu), en fiskeldi skilar hins vegar um 63 miljónum kr. og fiskveiðar skila 21 miljónum kr og fiskvinnsla um 15,1 milljónum.
 
Fiskeldi er mikilvæg atvinnugrein í Troms fylki, sem er um 26 þúsund km2 með um 7.200 km strandlengju og íbúafjöldi er 167 þúsund, en þeir framleiða um 190 þúsund tonn á ári. Um 10 seiðaeldisstöðvar eru starfræktar í Troms, 16 mateldisfyrirtæki með níu sláturhús; fyrirtæki sem keyptu vörur og þjónustu í fylkinu fyrir um 35 milljarða kr á ári. Störf í fiskeldi í fylkinu dreifast mjög vel um hin ýmsu sveitarfélög, sem eru 24 í dag. Um 70% þjónustu og verslun aðfanga eru frá fyrirtækjum í Troms og nágrannafylkinu Nordland. Eldið og þjónustan í kringum atvinnugreinina kallar á bæði verkmenntun og sérfræðiþekkingu, laðar að ungt fólk enda launin með því besta sem þekkist í norskri atvinnustarfsemi.
Til að byggja upp svo öfluga atvinnugrein eins og eldið er í Troms hefur þurft að byggja upp öflugar samgöngur, enda byggir framleiðslan á ferskum laxi sem liggur á að koma á markaði í Evrópu, Ameríku og Asíu. Fiskeldi hefur aukið aðsókn í verkmenntun og háskólanám tengt greininni og jafnframt haft jákvæð áhrif á ferðaþjónustu í fylkinu. 
 
Á fundinum í Dunhaga verður farið yfir áhrif fiskeldis á efnahag og íbúaþróun í Troms og velt upp hvaða áhrif eldi á Vestfjörðum getur haft í fjórðungnum. Getum við dregið lærdóm af sögu laxeldis í Troms fylki til að meta áhrif þess á mannlíf og efnahag Vestfjarða í framtíðinni?
 
Fundargestum verður boðið upp á hressingu meðan á fundi stendur.

Síđa 1 af 244
Eldri fćrslur
« Ágúst »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Nćstu atburđir
Vefumsjón