A A A

Gefur þú sérstakan kost á þér í heima­stjórn?

Samhliða kosn­ingum til sveit­ar­stjórnar í sameinuðu sveit­ar­fé­lagi Tálkna­fjarð­ar­hrepps og Vest­ur­byggðar þann 4. maí næst­kom­andi verða kosnir full­trúar í heima­stjórnir. Hægt er að kjósa um alla íbúa hvers svæðis, en einstak­lingum sem vilja gefa sérstak­lega kost á sér til heima­stjórnar býðst að kynna sig og sín áherslumál í gegnum heima­síður sveit­ar­fé­lag­anna.

Kosið verður í heimastjórnir sama dag og kosið verður til sveitarstjórnar og eru tveir fulltrúar kosnir á hverjum stað. Heimastjórnirnar verða fjórar:  

  • Heimastjórn Arnarfjarðar
  • Heimastjórn Tálknafjarðar 
  • Heimastjórn Patreksfjarðar 
  • Heimastjórn Rauðasandshrepps og Barðastrandar 

Allir íbúar hvers svæðis eru í framboði og kýs hver íbúi einn einstakling á því svæði sem hann býr. Þeir tveir sem fá flest atkvæði á hverju svæði munu sitja í heimastjórn fyrir sitt svæði næstu tvö árin eða þar til kosið verður næst til sveitarstjórnar.

Kynningar á frambjóðendum

Einstaklingum sem hafa áhuga á því að sitja í heimastjórn og vilja gefa sérstaklega kost á sér til býðst að kynna sig og sín áherslumál í gegnum heimasíður sveitarfélaganna. Frambjóðendum er boðið að senda mynd af sér og stuttan kynningartexta að hámarki 200 orð á netfangið muggsstofa@vesturbyggd.is. Þar þarf að koma fram fullt nafn og heimilisfang frambjóðanda. Kynningar á frambjóðendum verða birtar á heimasíðum Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar þegar líða fer að kosningu.

Hvað eru heimastjórnir?

Heimastjórnir eru fastanefndir innan nýs sameinaðs sveitarfélags sem starfa í umboði sveitarstjórnar. Markmiðið með heimastjórnum er að heimamenn hafi aðkomu að ákvörðunum sem varða nærumhverfi sitt og geta ályktað um málefni sem snýr að viðkomandi byggðarlagi og komið málum á dagskrá bæjarstjórnar. Í hverri heimastjórn eru þrír fulltrúar, tveir sem kosnir eru sérstaklega samhliða sveitarstjórnarkosningum og einn bæjarfulltrúi. Kjörgengir til heimastjórna eru allir íbúar á kjörskrá Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps, samkvæmt kjörskrá á sínu svæði.

Þar sem aðrar reglur gilda um kosningu í heimstjórn sem telst til íbúakosningar en kosningu í sveitarstjórn þá verður utankjörfundaatkvæðagreiðslan fyrir kosninguna í heimastjórn með sama sniði og hún var fyrir sameiningakosninguna, á skrifstofum sveitarfélaganna en ekki hjá sýslumanni eins og gildir um hefðbundnar kosningar.

Frekari upplýsingar um heimastjórnir og kosningar til þeirra veitir verkefnastjóri sameiningarvinnunnar, Gerður Björk Sveinsdóttir, á netfangið gerdur@vesturbyggd.is.

Yfir­flokk­stjóri og flokks­stjóri hjá vinnu­skóla

Tálknafjarðarhreppur leitar að einstak­lingum til starfa hjá vinnu­skóla Tálknafjarðarhrepps sumarið 2024. 


Yfirflokkstjóri 

Helstu verkefni og ábyrgð: 

  • Skipuleggja sumarstarfið í samstarfi við áhaldahús og tómstundafulltrúa. 

  • Leiðbeina ungmennum. 

  • Vera í samskiptum við foreldra ungmenna. 

 
Hæfniskröfur: 

  • Samskiptahæfni 

  • Jákvæðni 

  • Frumkvæði 

  • Samviskusemi 

  • Skipulagshæfni 

  • Stundvísi 

Um er að ræða 100% sumarstarf sem hentar öllum kynjum. 

 
Flokkstjórar 

Helstu verkefni og ábyrgð: 

  • Vinna með ungmennum og leiðbeina þeim 

Hæfniskröfur: 

  • Samskiptahæfni 

  • Jákvæðni 

  • Frumkvæði 

  • Samviskusemi 

  • Skipulagshæfni 

  • Stundvísi 

 
Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl 2024.

Um er að ræða sumarstörf og eru laun og starfskjör í samræmi við kjarasamninga Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum og Samband íslenskra sveitarfélaga. 

Tálknafjarðarhreppur áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. 

Frekari upplýsingar gefur Hafdís Helga Bjarnadóttir tómstundafulltrúi Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps og tekur hún einnig á móti umsóknum á netfangið it@vesturbyggd.is.

Starf umsjónamanns eigna og hafnarvarðar laust til umsóknar

Tálknafjarðarhreppur auglýsir laust til umsóknar 100% starf umsjónarmanns eigna og hafnarvarðar. Leitað er að úrræðagóðum einstaklingi sem er lipur í mannlegum samskiptum, með vilja til að taka ábyrgð og getu til að sýna frumkvæði í starfi. Umsóknarfestur er til og með föstudagsins 12. apríl 2024.

...
Meira

Páskar í Íþóttamiðstöð Tálknafjarðar

Yfir páskahátíðina 2024 verður opið í Íþróttamiðstöð Tálknafjarðar eins og hér segir:

 

Fimmtudagur 28. mars – skírdagur

Lyftingasalur opinn 10:00-14:00

Sundlaug opin 11:00-14:00

 

Föstudagur 29. mars – föstudagurinn langi

Lokað

 

Laugardagur 30. mars -

Lyftingasalur opinn 10:00-14:00

Sundlaug opin 11:00-14:00

 

Sunnudagur 31. mars – páskadagur

Lokað

 

Mánudagur 1. apríl – annar í páskum

Lyftingasalur opinn 10:00-14:00

Sundlaug opin 11:00-14:00

 

Þriðjudaginn 2. apríl tekur tekur hefðbuninn opnunartími við að nýju.

Sveitarstjórnarkosningar 2024 - framboðsfrestur til 29. mars

Skila­frestur fram­boða vegna sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga 2024 í sameinuðu sveitarfélagi Tálknafjarðarhrepps og Vest­ur­byggðar rennur út kl. 12:00 á hádegi þann 29. mars 2024. Tilkynn­ingum um framboð skal skilað til yfir­kjör­stjórnar í ráðhúsi Vest­ur­byggðar, Aðalstræti 75, Patreks­firði föstu­daginn 29. mars milli klukkan 10:00 og 12:00.

...
Meira

633. fundur sveitarstjórnar Tálknafjarðarhepps

Boðað hefur verið til 633. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps. Fundurinn fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38, Tálknafirði, þriðjudaginn 26. mars 2024 og hefst kl. 17:00.

...
Meira
Síða 1 af 273
Eldri færslur
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Næstu atburðir
Vefumsjón