A A A

Yfirlýsing frá Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi

Bæjarstjóri Vesturbyggðar, Rebekka Hilmarsdóttir og oddviti Tálknafjarðarhrepps, Bjarnveig Guðbrandsdóttir, gera alvarlegar athugasemdir við fréttaflutting Ríkisútvarpsins um eldi í Patreksfirði og Tálknafiði, þar sem fullyrt er í frétt á vef Ríkisútvarpsins að aðeins séu fimm til tíu manns komin til vinnu við eldi í Patreksfirði og 25 manns til vinnu við eldi í Arnarfirði.

 

Þessari fullyrðingu er harðlega mótmælt enda er hún ekki byggð á staðreyndum né gögnum um fjölda starfa. Hið rétta er að bein störf fiskeldisfyrirtækjanna á svæðinu eru 170 talsins. Sveitastjórnir Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps krefjast þess að Ríkisútvarpið leiðrétti fréttina og hvetja til þess að miðillinn vandi betur fréttaflutning sinn.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón