A A A

Yfirflokkstjóri og flokksstjórar hjá Vinnuskóla Tálknafjarðahrepps

Yfirflokksstjóri

Tálknfjarðarhreppur leitar eftir kröftugum, áhugasömum, skipulögðum og skemmtilegum einstaklingi til starfa í vinnuskóla. Í starfinu felst að skipuleggja sumarstarfið hjá Vinnuskóla í samstarfi við áhaldahús og frístundafulltrúa, taka á móti skráningum, leiðbeina flokksstjórum og nemendum og vera í samskiptum við foreldra barna og unglinga.

 

Yfirflokkstjóri er næsti yfirmaður flokksstjóra. Vinnuskólinn stendur yfir frá 6. júní – 31. júlí.

 

Við leitum að einstaklingi sem er

  • 20 ára eða eldri
  • með hreint sakavottorð
  • hefur reynslu af starfi með börnum og unglingum eða aðra reynslu sem nýtist í starfi
  • er reyklaus
  • skipulagður og áhugasamur
  • er tilbúinn til þess að starfa með börnum og unglingum og sýna þeim virðingu og tillitssemi

Flokksstjórar

Tálknafjarðarhreppur óskar eftir að ráða einstaklinga sem eiga gott með að vinna með öðrum, hafa frumkvæði, eru góðar fyrirmyndir, stundvísir, metnaðarfullir og samviskusamir. Starf flokkstjóra felst í að vinna með ungmennum, aðallega í umhirðu grænna svæða sveitarfélagsins og ýmsu öðru skemmtilegu.

 

Auglýst er eftir bæði körlum og konum, ungum og eldri. Æskilegt væri að viðkomandi væri 20 ára eða eldri.

 

Umsóknarfrestur er til og með 13. maí.

 

Um laun fer samkvæmt gildandi kjarasaminingum.

 

Áhugasöm vinsamlega hafið samband við Elsu Reimarsdóttur í síma 4502300 eða sendið tölvupóst til elsa@vesturbyggd.is 

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón