A A A

Višbrögš Tįlknafjaršarhrepps vegna COVID-19

Á 555. fundi sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps var fjallað um viðbrögð vegna COVID-19 og var eftirfarandi samþykkt gerð:

Vegna takmarkanna á þjónustu Tálknafjarðarhrepps vegna aðgerða vegna Covid-19 samþykkir sveitarstjórn samhljóða eftirfarandi aðgerðir:

  1. Ekki verður innheimt gjald fyrir þá þjónustu í grunnskóla sem ekki verður nýtt á meðan takmarkanir vegna Covid-19 standa yfir.

  2. Ekki verður innheimt gjald fyrir þá þjónustu í leikskóla sem ekki er nýtt á meðan takmarkanir vegna Covid-19 standa yfir.

  3. Tímabundin aðgangskort í íþróttahúsi og sundlaug verða framlengd um þann tíma sem lokun vegna Covid-19 stendur yfir, óski viðskiptavinir þess.

  4. Lánstími bóka á bókasafni verður lengdur sem nemur þeim tíma sem safnið er lokað vegna Covid-19.

  5. Þá telur sveitarstjórn rétt að hátíðarhöld vegna Tálknafjörs árið 2020 fari ekki fram í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu.

Fundargeršir
« September »
S M Ž M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      
Nęstu atburšir
Vefumsjón