A A A

Vel heppnað skólaþing

Laugardaginn 11. febrúar var efnt til skólaþings á Tálknafirði í samkomuhúsinu Dunhaga. Þar gafst öllum, sem áhuga hafa á skólastarfinu, tækifæri til að ræða það og leggja fram hugmyndir um meginstoðir þess í samræmi við nýja skólastefnu Tálknafjarðarhrepps. Þingið hófst með kynningu skólastjóra á framtíðarsýn um skólastarf og mótun skólastefnu. Að loknum hreinskiptum umræðum og hressingu tóku vinnuhópar til starfa og fjölluðu um afmörkuð svið skólastefnunnar. Þinginu lauk með því að hver hópur sagði frá hugmyndum sínum og tillögum. Þingmenn voru ánægðir með þetta framtak og var ákveðið að fylgja þinginu eftir með markvissri stefnumótunarvinnu til vors þar sem kveðið verður nákvæmar að orði um alla þætti skólastefnunnar með skilgreindum og tímasettum áfangamarkmiðum og aðgerðaáætlun.
 

  TÞS

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Næstu atburðir
Vefumsjón