A A A

Tónleikar í Sjóræningjahúsinu

Moses Hightower og Snorri Helgason eru saman á tónleikaferð um landið og verða í Sjóræningjahúsinu laugardaginn 8. september.

Snorri og Moses eru með tvær ólgandi breiðskífur í farteskinu hvor, en þessi tónleikaröð er haldin þétt í kjölfar útgáfu þeirrar nýjustu, Annarrar Mósebókar. Sú hefur fengið framúrskarandi dóma (eins og reyndar allar fjórar sem leikið verður efni af), og hafa tvö lög af plötunni, Stutt skref og Sjáum hvað setur, verið að gera það ákaflega gott í útvarpi undanfarnar vikur og mánuði.


Lúðraþeytarar með Moses verða þeir Haukur Gröndal og Samúel Jón Samúelsson.

 

Tónleikarnir hefjast kl 21, húsið opnar kl 20:30.

Miðaverð 2.000 kr.


« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón