A A A

Tilkynning vegna slipptöku ferjunnar Baldurs

Af ástæðum sem útgerð ferjunnar ræður ekki við mun enn frekari seinnkanir verða á því að föst áætlun ferjunnar Baldurs geti hafist að nýju eins og gert var ráð fyrir þ.e byrja siglingar á miðvikudaginn n.k.
 

Umfang verksins varð mun flóknara og tafsamara en talið var auk þess að í lok viðgerðarinnar þarf að loka málingarkerfi skipsins undir sjólínu sem tekur tvo sólahringa, þannig að það verði eins og aðrir hlutar skipsins.
 

Á verkfundi í morgunn kom fram að slippurinn telur raunhæft að skipið verði komið í drift strax eftir næstu helgi e.t.v. fyrr sem þá væri „bónus“
 

Í ljósi þessa vill útgerðin vera raunsæ og ákveða að ferðir geti hafist eftir áætlun mánudaginn 15. október .  Ef það tekst fyrr verður tilkynnt um það þá þegar en við vonumst eftir að frekari tafir verði ekki.
 

Útgerð Baldurs þykir mjög leitt að þetta hafi tafist eins og raunin er og biðst velvirðingar á því. Vonumst eftir að óþægindin sem af hafa hlotist séu yfirstíganleg og hlutirnir komist í eðlilegt ástads sem fyrst aftur.
 

Þjónusta sem er á meðan á öðru skipi Sæferða verður sú sama, en ef fara þarf alla leið yfir á Brjánslæk er  mjög gott að fá upplýsingar um það með smá fyrirvara.

 

Kv.

Starfskólk Sæferða.

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Næstu atburðir
Vefumsjón