A A A

Þorp á Vestfjörðum

Vestfjarðarstofa hefur hleypt af stokkunum verkefninu Þorp á Vestfjörðum en það er hluti af áfangastaðaáætlun Vestfjarða. Markmið verkefnisins er að byggja upp ferðaþjónustu og frekari þróun á afþreyingu, vinna með stefnumótun hennar og ýta undir lengingu ferðamannatímabilsins í bæjarkjörnunum. Í verkefninu felst að vinna með ferðþjónum í hverjum kjarna, kortleggja hvað er þegar til staðar og greina hverju mætti bæta við. Tálknafjörður er eitt af þremur þorpum sem var valið í þetta verkefni í fyrstu umferð. Það er Silja Baldvinsdóttir starfsmaður Vestfjarðastofu sem leiðir verkefnið fyrir hönd hennar.

 

Fyrsta skrefið er að hitta áhugasama aðila á Tálknafirði, fólk sem þegar er í ferðaþjónustu, þá sem hafa hug á að byrja og þá sem hafa góðar hugmyndir. Miðvikudaginn 27. febrúar kl. 20:00 verður opinn fundur í Vindheimum þar sem málin verða rædd og hugmyndir viðraðar.

 

Bryndís Sigurðardóttir

Sveitarstjóri

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón