A A A

Sveitarstjórnakosningar fara fram 14. maí 2022

Í fyrra tóku í gildi ný kosningalög sem eru nr. 112/2021. Samkvæmt þeim skulu sveitarstjórnarkosningar fara fram annan laugardag í maímánuði sem ber ekki upp á laugardag fyrir hvítasunnu. Það þýðir að sveitarstjórnarkosningar í ár munu fara fram 14. maí 2022.

 

Frestur til að tilkynna framboð er því fyrr á árinu en verið hefur í undanförnum sveitarstjórnarkosningum. Tilkynningar um framboð þurfa að berast til kjörstjórnar fyrir kl. 12:00 á hádegi 36 dögum fyrir kjördag, eða fyrir kl. 12:00 föstudaginn 8. apríl 2022.

 

Sveitarstjórnarkosningarnar og það sem þeim tengist verður að sjálfsögðu kynnt betur þegar nær dregur en þó þykir rétt að vekja athygli á þessum atriðum þar sem kosningarnar færast nú fyrr á vorið.

 

« Nóvember »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    
Nćstu atburđir
Vefumsjón