Sumarblómin gróðursett á þriðjudaginn
Á þriðjudaginn, 14. júní, kl. 17:00 ætla Tálknfirðingar að hittast við fánastöngina á Lækjatorgi og hjálpast að við að gróðursetja sumarblóm í beðin þar og víðar. Venjulega er þetta verkefni sem nemendur í Vinnuskólanum sjá um, en þar sem upphaf vinnuskólans hefur tafist og það styttist í 17. júní þá ætlar fólk að hjálpast að við að koma blómunum niður í þetta skiptið. Vonandi geta sem flest komið á þriðjudaginn og tekið þátt í þessu skemmtilega verkefni.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Velferðarráð V-Barð | 44. fundur Velferðarráðs V-Barð 12. janúar 2023
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 6. fundur 9. janúar 2023
- Fræðslunefnd | 6. fundur 12. janúar 2023
- Skipulagsnefnd | 6. fundur 17. janúar 2023
- Umhverfis- og byggingarnefnd | 6. fundur 18. janúar 2023
- Sjá allar fundargerðir