A A A

Stóri plokkdagurinn

Stóri plokkdagurinn verður haldinn um allt land sunnudaginn 28.apríl en þá eru allir hvattir til að fara út og plokka eða týna rusl í sínu nærumhverfi. Það er hópurinn Plokk á Íslandi sem stendur fyrir deginum.

Grænfánanefnd Tálknafjarðarskóla leggur til að íbúar á Tálknafirði taki þátt í þessu verkefni með því að hittast á sunnudaginn hér við skólann kl: 13 og plokka eða týna rusl.

Ætlunin er að ganga eftir fjörunni á innanverðum Oddanum og er það gert í samráði við landeigendur. Ef mætingin er góð er jafnvel hægt að fara á fleiri staði. Eftir plokkið býður Tálknafjarðarhreppur upp á kaffi og léttar veitingar við skólann.

Klæðum okkur eftir veðri, sýnum það í verki að við viljum hafa umhverfi okkar snyrtilegt og njóta í leiðinni góðrar útiveru og samveru.

Sjáumst á sunnudaginn með bros á vör,
Grænfánanefnd Tálknafjarðarskóla

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón