A A A

Skipulagsauglýsingar

Samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar breytingar á eftirfarandi deiliskipulagstillögum:
 

Breyting á deiliskipulagi Tálknafjarðarhafnar

Breytingin er í nokkrum liðum og fjallar m.a. um breytta aðkomu að hafnarsvæðinu, skilgreindar eru nýjar lóðir og breytingar á lóðamörkum.

    Skipulagsgögn: DH2002_plott_A1-til auglysingar (.pdf)
 

Deiliskipulagstillaga fyrir athafnasvæði fisk- og seiðiseldis í landi Innstu Tungu.

Breytingin fjallar um breytta aðkomu að athafnasvæði Tungusilungs, breytt skipulagsmörk og skilgreining á nýrri vatnslögn.

    Skipulagsgögn: Tungusilungur deiliskipulag 18.okt. 2022 (.pdf)


 

Tillögurnar verða til sýnis á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Strandgötu 38 frá og með mánudeginum fra 14. nóvember 2022 til 2. janúar 2023. Þær verða einnig til sýnis á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps, www.talknafjordur.is.

 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við til 2. janúar 2023. Skila skal athugasemdum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Strandgötu 38, 460 Tálknafirði.

 

Skipulagsfulltrúi Tálknafjarðarhrepps

Óskar Örn Gunnarsson
 

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón