A A A

Sjókvíaeldi í Arnarfirði og Fossfirði - kynningarfundur á Bíldudal

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögur að starfsleyfi fyrir sjókvíaeldi, annars vegar fyrir allt að 3.000 tonna laxeldi á ári á þremur stöðum í Arnarfirði til handa Arnarlax ehf. og hins vegar fyrir allt að 1.500 tonna laxeldi á ári í Fossfirði fyrir Fjarðalax ehf. Starfsleyfin eru unnin sbr. ákvæði reglugerðar nr. 785/1999, um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun og þann feril sem tiltekinn er í reglugerðinni. 
 

Opinn kynningarfundur verður haldinn í félagsheimilinu Baldurshaga á Bíldudal þann 24. janúar 2012, kl.17. Farið verður yfir lög og reglur um starfsleyfisveitingar Umhverfisstofnunar og fjallað um þær starfsleyfistillögur sem fyrir liggja. Þá verður gefinn kostur á umræðum og fyrirspurnum frá fundargestum. 
 

Tillögurnar hafa legið frammi síðustu vikur ásamt umsóknargögnum á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 63, Patreksfirði og á vef Umhverfisstofnunar.
 

Frestur til að gera athugasemdir tillögu fyrir Fjarðalax ehf. er til 30. janúar 2012 og fyrir Arnarlax ehf. til 3. febrúar 2012. Umsagnir skal senda til Umhverfisstofnunar og skulu þær vera skriflegar.
 

Tengt efni

 

Starfsleyfisauglýsing - Arnarlax ehf.

Starfsleyfisauglýsing - Fjarðalax ehf. 

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Næstu atburðir
Vefumsjón