Sjálfboðaliðar óskast í fjöruhreinsun á Rauðasandi
Vesturbyggð, Umhverfisstofnun og landeigendur á Rauðasandi ætla að standa fyrir fjöruhreinsun á Rauðasandi laugardaginn 1. júlí frá kl. 10:00 – 16:00. Hreinsunin fer fram á austurhluta Rauðasands. Þetta er þriðji áfangi í hreinsun strandlengjunnar en stefnt er á að gera það árlega og klára alla ströndina. Boðið verður upp á samlokur, drykki og óvissuferð.
Þeir sem eru tilbúnir til að leggja hönd á plóg eru vinsamlegast beðnir að skrá sig hjá landverði í síma 822-4081 eða senda póst á netfangið eddak@ust.is fyrir föstudaginn 31. júní. Mæting er við Félagsheimilið á Patreksfirði, kl. 10:00 þar sem sameinast verður í bíla eða á tjaldsvæðinu Melanesi kl. 10:40.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Velferðarráð V-Barð | 44. fundur Velferðarráðs V-Barð 12. janúar 2023
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 6. fundur 9. janúar 2023
- Fræðslunefnd | 6. fundur 12. janúar 2023
- Skipulagsnefnd | 6. fundur 17. janúar 2023
- Umhverfis- og byggingarnefnd | 6. fundur 18. janúar 2023
- Sjá allar fundargerðir