A A A

Samstarf félagsþjónustu og framhaldsdeildar

Félagsþjónusta Vestur – Barðastrandasýslu og Framhaldsskólinn á Snæfellsnesi eru að hefja áhugavert  samstarf, einskonar Mentor verkefni.
 

Verkefnið byggist upp á því að nemandi í framhaldsskóladeildinni á Patreksfirði heimsækir  eldri borgara sem hefur áhuga á að taka þátt í verkefninu. Íbúum á Patreksfirði, Tálkafirði og Bíldudal sem eru orðinir 70 ára er boðið að taka þátt í verkefninu.  Ekki verður hægt að bjóða upp á þetta samstarf í sveitum  sveitarfélagsins að þessu sinni og markast það af búsetu nemenda sem sækja framhaldsdeildina.
 

Nemendur munu heimsækja samstarfsaðilana einu sinni til tvisvar í viku . Þetta er öllum að kostnaðarlausu og í upphafi verður gerð áætlun um hvað heimsóknirnar verða margar á tímabilinu.

Gert er ráð fyrir að verkefnin sem unnin verða  séu einstaklingsmiðuð en þau geta  verði  ýmiskonar  s.s. aðstoð við tölvur/spjaldtölvur s.s. facebook, tölvupóstur eða hvað annað sem viðkomandi vill bæta þekkingu sína í.  Heimsóknin gæti verið spilastund þar sem eldri kennir yngri og öfugt. Heimsóknin gæti falið í sér samtal um  gamla og nýja tímann þar sem nemendurinir myndu vinna ákveðið verkefni í samstafi  við samstarfsaðilann.
 

Það er von  Félagsþjónustunnar og Framhaldsskólans að áhugi verði fyrir þessu skemmtilega verkefni. Nú þegar hefur þetta verið kynnt fyrir framhaldsskólanemum og er mikill áhugi fyrir verkefninu meðal nemenda.
 

Þeir sem hafa áhuga á  þátttöku hafa samband við Arnheiði Jónsdóttur starfsmann félagsþjónustunnar.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón