Opnun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish
Sjö ár eru nú liðin frá því að undirbúningur fyrir uppbyggingu nýrrar seiðaeldisstöðvar Arctic Fish hófst í botni Tálknafjarðar. Stöðin er nú risin og er um að ræða stærstu byggingar á Vestfjörðum.
Af því tilefni langar starfsfólki Arctic Fish að bjóða fólki að kynna sér starfsemina föstudaginn 18. október frá kl. 14:00
Í eldisstöðinni fer fram flókin starfsemi, allt frá klaki, frumfóðrun og til áframeldis í einu fullkomnasta vatnsendurnýtingarkerfi (RAS) í heimi.
Höfuðstöðvar Arctic Fish eru á Ísafirði en nýja landeldisstöðin í botni Tálknafjarðar er grunnurinn að starfseminni. Seiðin eru alin áfram í sjóeldisstöðvum okkar í Dýrafirði, Patreksfirði og Tálknafirði. Seiðaeldisstöðin er byggð með mögulegri stækkun í huga samhliða frekari uppbyggingu sjóeldis Arctic Fish á Vestfjörðum.
Við vonum að sem flestir geti fagnað með okkur á þessum stóra degi
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 595. fundur 11. ágúst 2022
- Sveitarstjórn | 594. fundur 30. júní 2022
- Sveitarstjórn | 593. fundur 23. júní 2022
- Sveitarstjórn | 592. fundur 2. júní 2022
- Sveitarstjórn | 591. fundur 12. maí 2022
- Sjá allar fundargerðir