A A A

Nýjar fræðslumyndir frá Samgöngustofu

Nú eru komnar út þrjár nýjar fræðslumyndir frá Samgöngustofu er varða umferðaröryggi. Allar fræðslumyndirnar má finna á vef Samgöngustofu, á YouTube og fara í birtingu á Facebook og í sjónvarpinu á RÚV.
 

Fræðslumynd um rafhlaupahjól.
Vinsældir rafhlaupahjóla hafa aukist mikið að undanförnu hér á landi enda frábær farartæki séu þau notuð rétt. Þau tilheyra flokki reiðhjóla og um þau gilda sömu reglur og um reiðhjól að því undanskyldu að þeim má ekki aka á akbraut. Í þessu myndbandi er farið yfir mikilvæg atriði varðandi notkun þeirra og öryggi.
Hér má nálgast fræðslumyndina með íslenskum, enskum og pólskum texta.

Fræðslumynd um öryggi barna í bíl.
Á hverju ári verða atvik í umferðinni hér á landi þar sem sérstakur öryggisbúnaður kemur í veg fyrir alvarleg slys á börnum. Í þessu myndbandi er farið yfir mikilvæg atriði varðandi öryggi barna í bíl. Öryggi barna er á okkar ábyrgð - það er engin bílferð svo stutt að við getum gefið afslátt af því. 
Hér má nálgast fræðslumyndina með íslenskum, enskum og pólskum texta.

Fræðslumynd um ljósabúnað.
Ökutæki með ljósin kveikt eru mun sýnilegri í umferðinni, auk þess lýsa þau upp endurskin gangandi og hjólandi vegfarenda. Í þessu myndbandi er farið yfir ýmis atriði varðandi ökuljós og mikilvægi þess að öll ljósin á bílnum séu kveikt. 
Hér má nálgast fræðslumyndina með íslenskum, enskum og pólskum texta.

 

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Næstu atburðir
Vefumsjón