A A A

Lagning ljósleiđara í Tálknafjarđarhreppi

Tálknafjarðarhreppur telur mikilvægt að ljúka ljósleiðarauppbyggingu í dreifbýli í sveitarfélaginu. Því vinnur sveitarfélagið ásamt samstarfsaðila nú að áætlun um tengingu ljósleiðara inn á staðföng í sveitarfélaginu í utanverðum Tálknafirði með það að markmiði að koma tengingu á sem víðast.
 

Við fyrri kannanir um áform markaðsaðila um að tengja staðföng í dreifbýli með a.m.k. 100 Mbps þráðbundinni tengingu innan þriggja ára komu ekki fram staðfestar upplýsingar um slík markaðsáform. Með vísan í fyrri auglýsingar sbr. auglýsingar á vef Póst- og fjarskiptastofnunar (www.pfs.is) er markaðsaðilum hér með aftur gefinn kostur á að upplýsa sveitarfélagið um slík staðfest áform.
 

Eins er hagsmunaaðilum hér með gefinn kostur á að upplýsa sveitarfélagið um innviði, svo sem rör og strengi, sem viðkomandi vill selja og nýta má til að ná fram ofangreindu markmiði. Óskað er eftir því að upplýsingarnar berist á skrifstofu sveitarfélagsins á netfangið talknafjordur@talknafjordur.is fyrir lok dags 21. febrúar 2021.
 

« Janúar »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Nćstu atburđir
Vefumsjón