Hlýðum Víði og sleppum því að ferðast um páskana
Nú líður að páskahátíðinni þar sem fólk er venjulega mikið á ferðinni og notar jafnvel tímann til að heimsækja vini og ættingja á gömlum slóðum. En eins og við vitum öll lifum við nú óvenjulega tíma þar sem svo margt sem við teljum eðlilegt og við erum vön að gera verður að bíða betri tíma.
Eitt af því sem við þurfum að gera öðruvísi en áður eru ferðalög um páska. Í gildi er takmarkanir á samkomum vegna COVID-19 og hefur gildistími þeirra verið framlengdur til 4. maí. Þá hafa Almannavarnir hvatt fólk til að halda sig heima um páskana og sleppa því að ferðast.
Við hjá Tálknafjarðarhreppi tökum heilshugar undir með Almannavörnum og viljum biðja fólk um að sleppa því að vera á ferðinni ef það mögulega getur. Við viljum biðja það fólk sem hafði hugsað sér að kíkja hingað vestur yfir páskana að geyma þá heimsókn þar til síðar. Komið frekar í sumar þegar hættuástandi hefur verið aflýst eða mætið til okkar í haustfegurðina. Nú þurfum við nefnilega öll að standa saman og fara eftir þeim fyrirmælum sem Almannavarnir gefa. Hlýðum Víði!
Ólafur Þór Ólafsson
sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 594. fundur 30. júní 2022
- Sveitarstjórn | 593. fundur 23. júní 2022
- Sveitarstjórn | 592. fundur 2. júní 2022
- Sveitarstjórn | 591. fundur 12. maí 2022
- Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar | 64. fundur 3. maí 2022
- Sjá allar fundargerðir