A A A

Hefur þú áhuga á að starfa í nefndum sveitarfélagsins?

Ágætu íbúar Tálknafjarðar.

Nú er tækifæri til að hafa áhrif á samfélagið okkar hér í Tálknafirði. Á fyrsta fundi sveitarstjórnar sem stefnt er á að verði haldinn fimmtudaginn 02.júní verður skipað í nefndir sveitarfélagsins. Hér með eru áhugasamir hvattir til að hafa samband við nýja sveitarstjórnarmenn eða skrifstofu Tálknafjarðarhrepps og láta vita af áhuga á að starfa í einhverri af nefndum sveitarfélagsins. Þær má finna á síðu sveitarfélagins á þessari slóð: http://talknafjordur.is/stjornsyslan/nefndir_og_rad/
 

Við viljum hvetja bæði konur og karla til að taka þátt í nefndarstörfum því jafnréttissjónarmið ber að hafa í huga við alla nefndarskipan. Það þarf að skipa bæði aðalmenn og varamenn svo þetta er tilvalið tækifæri til að kynnast starfsemi nefndanna og hafa áhrif á samfélagið okkar.
 

Hlökkum til samstarfsins á nýju kjörtímabili.

Tilvonandi sveitarstjórn

Guðlaugur Jónsson, Jenný Lára Magnadóttir, Jóhann Örn Hreiðarsson, Jón Ingi Jónsson og Lilja Magnúsdóttir.

« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Næstu atburðir
Vefumsjón