A A A

Fyrsti áfangi í endurnýjun fráveitu

Ađalsteinn Magnússon og Bryndís Sigurđardóttir viđ undirritun samnings um  endurnýjun fráveitukerfis.
Ađalsteinn Magnússon og Bryndís Sigurđardóttir viđ undirritun samnings um endurnýjun fráveitukerfis.
1 af 2

Tálknafjarðarhreppur og Allt í járnum ehf undirrituðu í dag samning um vinnu hins síðarnefnda við fyrsta áfanga í endurnýjun fráveitukerfis sveitarfélagsins. Fráveitukerfið þarfnast sárlega endurnýjunar og því fagnaðarefni fyrir bæjarbúa að loksins séu stigin þessi fyrstu skref, hálfnað verk þá hafið er á því miður ekki við, það eru stórir og dýrir áfangar eftir. 
   

Það má segja að starfstími núverandi sveitarstjórnar hafi hafist með illa lyktandi hvelli þegar lögnin á höfninni sprakk eftir langa og stranga kosninganótt og þar með var forgangsröðun framkvæmda ráðin. Áfanginn sem framkvæma á í sumar er að leggja nýja útrás frá fráveitunni, frá lóðarmörkum Strandgötu 25 og út í sjó. Lögð verður 1200 mm lögn við fráveitulögnina sem liggur undir Strandgötu og gegnum sundið milli Strandgötu 25 og 27. Jafnframt verður lögð fráveitulögn frá íbúðabyggð og tengd inn á nýju lögnina. Næstu áfangar eru við skóla og íþróttamiðstöð, þar þarf bæði að setja niður rotþrær og útrás. Áfangar 4 og 5 felast í lögnum frá Lækjargötu og neðan Strandgötu og áfangi 6 er ný útrás. Lokaáfanginn er svo hreinsistöð. Heildarkostnaður við þessar framkvæmdir slaga hátt í 200 milljónir og þær hristum við ekki fram úr hendinni. 
   

Það er mikill styrkur fyrir sveitarfélagið að hafa þjónustufyrirtæki eins og Allt í járnum ehf innan sinna vébanda og gleðiefni að geta samið við heimamenn um svona verk.

 

Bryndís Sigurðardóttir

Sveitarstjóri

 

« Febrúar »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28        
Nćstu atburđir
Vefumsjón