A A A

Framkvæmdir við Strandgötu halda áfram

Fyrir nokkrum dögum var malbikunarflokkur á ferðinni á Tálknafirði og malbikaði Strandgötuna, Lækjargötuna, hluta af Hafnarsvæðinu og eitthvað á vegum einkaaðila líka. Það er mikill munur á umhverfinu eftir þessar malbikunarframkvæmdir og ónæðið sem var á framkvæmdatímanum í sumar hefur minnkað.

Vinnu við Strandgötuna á Tálknafirði er þó ekki lokið þetta árið. Næstu vikurnar verður unnið við stéttar, kanta, lýsingu og yfirborðsfrágang þannig að enn eru allnokkur handtök eftir. Þá er rétt að benda á að vegna þessa er möguleiki á því að götulýsing við Strandgötuna verði ekki með besta móti á fyrstu dögum haustsins en það mun lagast þegar líður nær lokum framkvæmda.

 

Einnig er rétt að koma því á framfæri að vinna við lagnir sem liggja undir íbúagötum fer fram síðar í haust. Síðar er stefnt að því að framtíðarfrágangur á yfirborði þeirra gatna verði kláraður á árinu 2023. Þær framkvæmdir verða betur kynntar síðar.

 

Það er því full ástæða til að hvetja Tálknfirðinga sem aðra til að halda áfram að fara varlega um götur sveitarfélagsins og tryggja þannig öryggi vegfarenda sem og þess fólks sem vinnur við framkvæmdirnar.

 

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Næstu atburðir
Vefumsjón