A A A

Fjölbreytileikanum fagnaš, glešiganga į Patreksfirši į laugardaginn

Undanfarna daga hefur regnbogafáninn blakt á fánastöng sveitarfélagsins á Lækjartorgi í tilefni af Hinsegin dögum og mun gera það áfram nokkra daga enn. Tálknfirðingar fagna fjölbreytileikanum og fáninn minnir á að allar manneskjur eiga rétt á að njóta sömu mannréttinda án tillits til uppruna þeirra, þjóðernis, litarháttar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, aldurs, efnahags, ætternis, fötlunar, heilsufars eða annarrar ómálefnalegrar stöðu.

 

Eins og annars staðar á landinu mun gleðiganga fara fram á sunnanverðum Vestfjörðum laugardaginn 6. ágúst. Gengið verður frá grunninum sem er gegn Kátu krullunni á Patreksfirði og endað í diskóstuði á Flak og byrjar gangan kl. 16:30. Það verður tónlist, andlistmálun, regnbogavarningur til sölu og gleðistemning alls ráðandi. Er öll fjölskyldan hvött til að koma og taka þátt í gleðinni.

 

Þá er það sérstaklega ánægjulegt að það skuli vera Tálknfirðingurinn Bjarni Snæbjörnsson sem flytur einkennislag Hinsegin daga í ár og ásamt því að taka þátt í því að semja lagið. Hægt er að hlusta á lagið og sjá texta þess hér:

 https://hinsegindagar.is/naes-er-lag-hinsegin-daga-2022/

« Desember »
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Nęstu atburšir
Vefumsjón