A A A

Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir eftir framhaldsskólakennurum

Tvær stöður raungreinakennara. Meðal kennslugreina eru eðlis-, efna-, jarð- og líffræði.

Hálf staða spænskukennara.
 

Laun greiðast samkvæmt stofnanasamningi skólans.
 

Skólinn er framhaldsskóli með áfangasniði þar sem í boði eru stúdentsbrautir, framhaldsskólabraut og starfsbraut. Skólinn er með framhaldsskóladeild á Patreksfirði. Helstu áherslupunktar í kennsluháttum skólans eru  nýting upplýsingatækni í skólastarfi, fjölbreyttar verkefnamiðaðar kennsluaðferðir og námsmat með sérstakri áherslu á leiðsagnarmat.
 

Umsækjendur þurfa að hafa háskólamenntun í fagi og kennsluréttindi á framhaldsskólastigi. Leitað er að kennurum sem hafa frumkvæði, eru sjálfstæðir í vinnubrögðum og hafa áhuga á að taka þátt í þróunarstarfi og uppbyggingu náms í samræmi við ný lög um framhaldsskóla (nr. 92/2008).
 

Ráðið verður í stöðurnar frá 1. ágúst 2014.
 

Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist Jóni Eggerti Bragasyni skólameistara á netfangið joneggert@fsn.is.Einnig er hægt að senda umsóknir í pósti: Fjölbrautaskóli Snæfellinga, Grundargötu 44, 350 Grundarfirði.
 

Umsóknarfrestur er til 5.maí 2014.
 

Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðublöðum. Öllum umsækjendum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veitir skólameistari á netfanginu joneggert@fsn.is eða í síma  8917384. Á vef skólans www.fsn.is má einnig finna ýmsar upplýsingar um skólann.
 

Skólameistari


« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón