A A A

Fiskeldisráðstefna

Fiskeldi í köldum strandsjó Íslands

 

Ákveðið er að boða til ráðstefnu um tækifæri og ógnanir í fiskeldi við strendur Íslands.

Ráðstefnan fer fram í Félagsheimili Patreksfjarðar dagana 3. og 4. október nk.

 

Það er þekkt að á Vestfjörðum eru mikil tækifæri á fiskeldi í sjó.

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hefur ákveðið í samvinnu við Fiskeldisklasa Vestfjarða að efna til ráðstefnunnar.

Það er von okkar sem stöndum að þessari ráðstefnu að hún verði til að efla samstarf stjórnsýslu, rannsóknastofnana og fyrirtækja, svo að þróun fiskeldis geti orðið farsæl hér, eins og hjá nágrannaþjóðum okkar.

 

Margir þekktir fyrirlesarar munu sækja okkur heim og má nefna Per Gunnar Kvenseth sem hefur víðtæka reynslu af rannsóknum og ráðgjafastörfum innan Norsks fiskeldis. Per Gunnar er yfirmaður heilbrigðismála hjá fyrirtækinu Villa Organic, sem framleiðir vottaðan lax, bæði í Suður Noregi og í Austur Finnmörku.

 

Þá verður einnig Cyr Couturier sem starfar sem sérfræðingur við sjávarútvegsstofnun við háskólann í St. Johns, Memorial Univercity. Cyr Couturier hefur jafnframt unnið náið með samtökum fiskeldismanna í Nýfundnalandi sem og innan fiskeldis og skelræktar þar sem hann hefur m.a. verið formaður þeirra samtaka.

Síðast og hvað ekki síst verður fyrirlestur  um „burðarþol fjarða til fiskeldis – Ancylus fjarðalíkanið“ sem Geir Helge Johnsen, Rådgivene Biologer As frá Noregi flytur.

 

Fjöldi Íslendinga munu flytja fyrirlestra á ráðstefnunni og má í því sambandi nefna,  Héðinn Valdimarsson og Hafstein Guðfinnsson frá Hafrannsóknastofnun, Helga Jensson frá Umhverfisstofnun, Gunnar Eydal frá Teiknistofunni Eik, Jón Örn Pálsson og Jónatan Þórðarson frá Fjarðalax og Shiran Þórisson framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða.

 

Stjórnandi og ráðstefnustjóri verður Þorgeir Pálsson

 

Ætlunin er að gefa aðilum kost á, þ.e. þeim sem þjónusta fiskeldisfyrirtæki, að kynna starfssemi sína á ráðstefnunni í sérstökum sýningarsal.

 

Ráðstefnan er öllum opin en staðfesta þarf  þátttöku í síðasta lagi fyrir fimmtudaginn 19. september nk. í síma 456 5006 eða á netfangið http://westfjordsadventures.com  sem veitir jafnframt allar upplýsingar um gistiaðstöðu og annan kostnað samfara ráðstefnunni.

Dagskrá ráðstefnunnar (.pdf)

Magnús Ólafs Hansson

verkefnastjóri Atvest

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón