A A A

Endurmenntun fyrir atvinnubílstjóra

Fræðslumiðstöð Vestfjarða býður upp á námskeið í endurmenntun atvinnubílstjóra með ökuréttindi í flokkum C1, C, D1 og D.
 

Atvinnubílstjórum í vöruflutningum og farþegaflutningum í atvinnuskyni er gert að sækja 35 kennslustunda endurmenntun á fimm ára fresti. Námskeiðin eru fimm talsins sjö kennslustundir hvert.
 

Þeir bílstjórar sem fengið hafa réttindi sín fyrir 10. september 2013 þurfa að ljúka endurmenntun fyrir 10. september 2018. Allir sem endurnýja ökuskírteini með þessum flokkum eftir þann tíma þurfa að hafa lokið endurmenntun.

Fræðslumiðstöð Vestfjarða er með leyfi og viðurkenningu frá Samgöngustofu samkvæmt ákvæðum í reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini.
 

Eftirfarandi námskeið verða í boði í maí og júní, skráning og upplýsingar í síma 4565020 og á heimasíðu Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða http://frmst.is/ .

  • Lög og reglur
  • Umferðaröryggi - bíltækni
  • Vistakstur – öryggi í akstri
  • Skyndihjálp
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Næstu atburðir
Vefumsjón