A A A

Ef lífið væri söngleikur

Ef lífið væri söngleikur- söngleikjatónleikar á heimsmælikvarða

Tálknafirði og Patreksfirði 21. og 22. júní

 

-         Söngvarar sem hafa slegið í gegn í Vesalingunum og Mary Poppins leggja upp í tónleikaferðalag til Tálknafjarðar og Patreksfjarðar í júní með tvennum kvöldtónleikum.

-         Laugardaginn 22. júní verða sérstakir barnatónleikar í sjóræningjahúsinu fyrir yngstu kynslóðina þar sem börn og fullorðnir geta skemmt sér konunglega saman yfir frægum söngleikja- og teiknimyndalögum.

-         Hópurinn hefur staðið að tónleikaröð í Salnum Kópavogi í vetur sem slegið hefur í gegn og fá nú sunnanverðir Vestfirðir að njóta alls þess besta sem kom fram þar.

-         Í hópnum er upprunalegur Tálknfirðingur, Bjarni Snæbjörnsson, sem hefur beðið eftir tækifæri til að heimsækja heimahagana með stóran menningarviðburð.

 

Dagana 21. og 22. júní munu söngleikjatónleikar óma um Tálknafjörð og Patreksfjörð. Leikararnir og söngvararnir Bjarni Snæbjörnsson, Margrét Eir, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Orri Huginn Ágústsson flytja lög úr söngleikjum sem allir þekkja.

Þau halda kvöldtónleika bæði í Tálknafjarðarkirkju og Sjóræningjahúsinu Patreksfirði þar sem flutt verður brot af því besta frá allri tónleikaröðinni sem slegið hefur í gegn í Salnum, Kópavogi í vetur. M.a. flytja þau lög úr My Fair Lady, Fiddler on The Roof, Evita, Phantom of the Opera, Rocky Horror, Rent, Jesus Christ Superstar og Litlu hryllingsbúðinni. Við flygilinn situr píanóleikarinn Karl Olgeirsson og mega tónleikagestir eiga von á söngleikjatónleikum á heimsmælikvarða. Miðaverð kr. 2.500.-
 

Laugardaginn 22. júní kl 15:00 flytur sami hópur sérstaka barnadagskrá með lögum úr þekktum teiknimyndum og söngleikjum. Af nógu er að taka og komið víða við þar sem flutt verður tónlist Söngvaseið, Ólíver, Annie, Kongungi ljónanna o.fl.  Þetta verður hin besta skemmtun fyrir börn á öllum aldri. Miðaverð á barnatónleikana er kr. 1.000.- Frítt fyrir 2ja ára og yngri.
 

Dagskrá tónleikaferðarinnar:

Föstudagur 21. júní kl 20:00 – Tálknafjarðarkirkja – Söngleikjatónleikar

Laugardagur 22. júní kl 15:00 – Sjóræningjahúsið Patreksfirði – barnasöngleikir og –leikrit

Laugardagur 22. júní kl 20:00 – Sjóræningjahúsið Patreksfirði – Söngleikjatónleikar

Miðasala við innganginn.

 

Nánari upplýsingar veitir Bjarni Snæbjörnsson, s: 6612156 og bjarnisnae@gmail.com

Sjá einnig www.facebook.com/songleikir

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón