A A A

Breytingar á sóttvarnarreglum, sundlaugin opnar

Tilkynnt hefur verið um breytingar á sóttvarnarreglum vegna Covid-19 sem taka gildi fimmtudaginn 10. desember 2020 og gilda til og með 12. janúar 2021. Hvað varðar starfsemi á vegum Tálknafjarðarhrepps þá er einkum tvennt sem breytist.

 

Sundlaugin mun opna að nýju fyrir almenning á auglýstum opnunartíma. Þar munu eftirfarandi reglur gilda:

  • Heimilt verður að hafa opið fyrir 50% af hámarksfjölda.
  • 2 metra reglan gildir í klefum og á sundlaugarsvæði.
  • Aðeins 4 fullorðnir í hvern pott.
  • Börn fædd 2005 og siðar eru ekki talin með í hámarksfjölda gesta.
  • Gestir þurfa að einnig að taka tillit til skólasunds á virkum dögum.
  • Tækjasalur og íþróttasalur verða áfram lokaðir fyrir almenning.

 

Í starfi Tálknafjarðarskóla verður sú breyting að ekki verður lengur grímuskylda fyrir nemendur í elstu bekkjum og þeir þurfa ekki að fara eftir 2 metra reglunni. Aðrar breytingar verða ekki á fyrirkomulagi skólastarfs að sinni.

 

Vonandi erum við nú að sigla í gegnum síðasta hlutann af þeim takmörkunum sem baráttan við farsóttina hefur sett á daglegt líf og samskipti hjá öllum. Það er væntanlega stutt í að bólusetningar vegna farsóttarinnar hefjist og þar með að hlutir færist smám saman í eðlilegt horf. Það er hins vegar mjög mikilvægt að missa ekki móðinn á lokasprettinum og fara eftir þeim sóttvarnareglum sem eru í gildi. Við verðum að halda áfram að fara eftir 2 metra reglunni, virða fjöldatakmarkanir, nota grímur þar sem það er skylda og gæta vel að handþvotti og hreinlæti. Við erum öll í þessu saman.

 

Ólafur Þór Ólafsson

sveitarstjóri

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Næstu atburðir
Vefumsjón