Birkimelur til leigu
Félagsheimið Birkimelur á Krossholtum á Barðaströnd er auglýst til leigu sumarið 2013.
Félagsheimilið er steinsteypt hús á einni hæð með samkomusal og eldhúsi.
Húsnæðið er leigt frá lok skólatíma í byrjun júní til upphafs nýs skólaárs að hausti 2013. Möguleiki er á að leigja einnig skólahúsnæðið á Birkimel á sama tímabili.
Óskað er eftir tilboðum í leiguna og áskilinn er réttur að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Tilboðsfrestur er til 28. febrúar 2013.
Upplýsingar veita Þórir Sveinsson (Vesturbyggð) í síma 450 2300, Davíð Þ. Valgeirsson (UMFB) í síma 847 0606 og Ólöf M. Samúelsdóttir (Kvenfélagið Neisti) í síma 852 2040.
Rekstrarnefnd Félagsheimilisins Birkimels
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Velferðarráð V-Barð | 44. fundur Velferðarráðs V-Barð 12. janúar 2023
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 6. fundur 9. janúar 2023
- Fræðslunefnd | 6. fundur 12. janúar 2023
- Skipulagsnefnd | 6. fundur 17. janúar 2023
- Umhverfis- og byggingarnefnd | 6. fundur 18. janúar 2023
- Sjá allar fundargerðir