A A A

Auglýsing: Breytingar á Aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps 2006-2018 vegna Bugatúns, efnistökusvæðis og iðnaðarsvæðis

Breytingar á Aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps 2006-2018  vegna Bugatúns, efnistökusvæðis og iðnaðarsvæðis

 

Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 21. október 2014 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Í tillögunni er gert ráð fyrir að afmörkun svæðanna V3/A2 og S8 verði breytt og landnotkun á svæðinu næst Bugatúni breytt úr verslunar- og athafnasvæði í íbúðarsvæði. Hluti svæðanna S8 og S9 verður breytt úr stofnanasvæði í íbúðarsvæði og svæði S7 verður breytt úr stofnanasvæði í athafnasvæði, A6.

 

Iðnaðarsvæði I9 var hluti af breytingu á Aðalskipulagi Tálknafjarðar 2006-2018 sem staðfest var í júlí 2014. Í þessari tillögu er gert ráð fyrir öðru iðnaðarsvæði sem er merkt I9 en um er að ræða stöðvarhús fyrir virkjun í Kelduá og eldiskerjum. Gert er einnig ráð fyrir nýju efnistökusvæði í Botnsdal.

 

Tillagan var kynnt á opnu húsi 11. desember 2014 á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps fimmtudaginn 11. desember frá 10-14.

 

Deiliskipulagstillaga –Íbúðarsvæði Túnahverfi.

 

Hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps samþykkti á fundi sínum 21. október 2014 að auglýsa deiliskipulag íbúðarsvæðis Túnahverfi Tálknafirði skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/.

 

Hér er um að ræða deiliskipulag á um 11,6 ha sem afmarkast af opnu svæði við Bugatún í suðri, Lækjargötu í austri, Hrafnadalsvegi í vestri og Nátthagatúni í norðri. Í gildandi aðalskipulagi fyrir Tálknafjarðarhrepp 2006-2018 er svæðið skilgreint sem íbúðarsvæði, en einnig sem svæði fyrir þjónustustofnanir (S8). Unnið er að breytingu á aðalskipulagi samtímis deiliskipulaginu.

 

Megin markmið deiliskipulagsins eru eftirfarandi:

  • Að nýta óbyggðar lóðir við núverandi götur innan byggðarinnar
  • Að mynda nýja heilsteypta íbúðabyggð sem liggur vel í landi og myndar eðlileg tengsl við núverandi byggð.
  • Að bjóða upp á mismunandi sérbýlishúsalóðir sem taka mið að þörfum bæjarbúa varðandi stærðir og húsagerðir. 
  • Að koma fyrir öruggum gönguleiðum í gegnum hverfið sem tengjast nærliggjandi byggð, þjónustu og útivistarsvæðum.
  • Að móta öruggt og einfalt gatnakerfi.

 

Tillagan var kynnt á opnu húsi 11. desember 2014 á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps fimmtudaginn 11. desember frá 10-14.

Breytingartillagan og deiliskipulagstillagan verða til sýnis á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Miðtúni 1 frá og með mánudeginum 9. febrúar til 23. mars 2015 og aðalskipulagsbreytingin einnig hjá Skipulagsstofnun á Laugavegi 166 í Reykjavík. Tillögurnar eru einnig til sýnis á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps, www.talknafjordur.is.

 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til 23. mars 2015.

 

Skila skal athugasemdum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Miðtún 1, 460 Tálknafirði.

Virðingarfyllst

 

Óskar Örn Gunnarsson
 

Aðalskipulagsbreyting. Breyting á þéttbýlisuppdrætti og nýtt efnistökusvæði. Greinargerð. (.pdf)

Aðalskipulagsbreyting. Breyting á þéttbýlisuppdrætti og nýtt efnistökusvæði. Uppdráttur. (.pdf)

Deiliskipulagstillaga. Íbúðarsvæði Túnahverfi. Skýringaruppdráttur. (.pdf)
Fornleifakönnun vegna deiliskipulags á Tálknafirði (.pdf)

 

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón