A A A

Auglýsing: Aðalskipulagsbreyting, skipulagslýsing Bugatúni

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps samþykkti á fundi sínum þann 17. júlí 2014 skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps dags. 24. júní 2014. Viðfangsefni breytingarinnar er að breyta þéttbýlinu á Tálknafirði þar sem svæði V3/A2 og S8 er breytt í svæði fyrir íbúðarbyggð að litlum hluta við Bugatún. Með því minnka svæði V3/A2 og S8 á kostnað blandaðar byggðar. Einnig eru gerða leiðréttingar á númerum á svæðum fyrir þjónustustofnanir í þéttbýli en númer í greinargerð og uppdrætti hafa víxlast á tveimur stöðum. Einnig var gerð breyting á aðalskipulaginu er lýtur að dreifbýli þar sem verður bætt við nýju efnistökusvæði E5 í Botnsdal. Efnismagn verður um 30.000 m3 en um er að ræða möl sem á að nota til uppfyllingar.

 

Skipulagslýsinguna má nálgast á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Miðtúni 1 og á

heimasíðu sveitarfélagsins www.talknafjordur.is.  

 

Íbúar og hagsmunaaðilar geta sent inn ábendingar varðandi viðfangsefni og markmið

skipulagsins. Ábendingar má senda á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Miðtúni 1, 460

Tálknafirði eða á netfangið talknafjordur@talknafjordur.is

Skipulagsfulltrúi Tálknafjarðarhrepps

Óskar Örn Gunnarsson


Lýsing á skipulagsverkefni, Bugatún (.pdf)

 

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón