A A A

Ályktun sveitarstjórnar vegna Breiðafjarðarferjunnar Baldurs

Á fundi sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps þriðjudaginn 14. febrúar 2023 var eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða:

 

Í morgun var tilkynnt að ferjan Baldur muni ekki sigla í dag þriðjudag, á morgun og á fimmtudaginn vegna bilana í vél ferjunnar. Enn einu sinni eru samgöngur og vöruflutningar til og frá sunnanverðum Vestfjörðum í uppnámi vegna þessa og slíkt ástand er með öllu óþolandi.

 

Mikið magn af laxi og laxaafurðum fer frá sunnanverðum Vestfjörðum þessa dagana ásamt öðrum fiskafurðum auk annarra flutninga. Vegir í austanverðri sýslunni þola engan veginn þessa miklu þungaflutninga og ljóst að þeir munu láta verulega á sjá þegar ekki er hægt að nýta Baldur til að létta álagi af þessum vegum.

 

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps og bæjarstjórn Vesturbyggðar hafa ítrekað lýst óánægju sinni með þessa ferju og kallað eftir að fengið verði skip með tvær aðalvélar og í betra ástandi en núverandi ferja. Sú vinna hefur verið sögð í gangi en enn bólar ekkert á annarri ferju.

 

Skorað er á yfirvöld vegamála að hraða þeirri vinnu sem þarf til að hægt sé að fá skip sem treysta má betur til að sinna þessum flutningum til að létta álagi af þungaflutningum á lélega vegi út af Vestfjarðakjálkanum.

 

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Næstu atburðir
Vefumsjón