Áfangastaðaáætlun DMP á Vestfjörðum, forgangsröðun verkefna
Undanfarna mánuði hefur Markaðsstofa Vestfjarða unnið að því að gera áfangastaðaáætlun fyrir Vestfirði. Verkefnið snýst um að skipuleggja og samhæfa þróun og stýringu á öllum þeim þáttum sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi áfangastað, m.t.t. þarfa gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis.
Markmið fundanna er að fara yfir nokkur atriði sem tengjast þessari vinnu. Á fundunum verður einnig ákveðið hver forgangsverkefni hagsmunaaðila á svæðinu verða.
Það er því mikilvægt að sem flestir mæti og taki þátt í þróun ábyrgrar ferðaþjónustu á svæðinu.
Fundirnir eru öllum opnir. Skráning fer fram á www.westfjords.is/dmp
Upplýsingar veitir Magnea Garðarsdóttir - magnea@vestfirdir.is eða í síma 450-3051
20. nóvember 2017 – kl. 11:00-14:00 – Hnyðja Hólmavík
21. nóvember 2017 – kl. 09:00-12:00 – Félagsheimilið Patreksfirði
30. nóvember 2017 – kl.11:00-14:00 – Hótel Ísafjörður
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 609. fundur 14. mars 2023
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 40. fundur 8. mars 2023
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 8. fundur 7. mars 2023
- Velferðarráð V-Barð | 45. fundur Velferðarráðs V-Barð 9. febrúar 2023
- Umhverfis- og byggingarnefnd | 7. fundur 15. febrúar 2023
- Sjá allar fundargerðir