Aðalfundur Skógræktarfélags Tálknafjarðar
Aðalfundur Skógræktarfélags Tálknafjarðar fyrir árið 2022 verður haldinn í kaffistofu Tungusilungs ehf. að Strandgötu 39, Tálknafirði mánudaginn 5. júní 2023. Hefst fundurinn stundvíslega klukkan 18:00
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins síðasta starfsár
2. Reikningar félagsins fyrir síðasta starfsár lagðir fram til samþykktar
3. Starfsáætlun 2023 kynnt og þar með fjárhagsáætlun rekstrarársins
4. Starfsáætlun næstu ára
5. Ákvörðun félagsgjalda. Fyrir liggur samþykkt stjórnar að félagar, eldri en 80 ára verði undanþegnir félagsgjaldi og þarf sú samþykkt staðfestingu aðalfundar
6. Kosning fulltrúa á Aðalfund Skógræktarfélags Íslands sem haldinn verður á Patreksfirði 1. - 3. september n.k. í boði skógræktarfélaga í Vestur-Barðastrandarsýslu hinni fornu
7. Kosning stjórnar. Formaður kosinn sérstaklega en síðan tveir aðrir stjórnarmenn, sem skipta með sér verkum ritara og gjaldkera. Kosning varamanns í stjórn og tveggja skoðunarmanna reikninga félagsins
8. Inntaka nýrra félaga
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 11. fundur 5. september 2023
- Sveitarstjórn | 618. fundur 11. september 2023
- Sveitarstjórn | 617. fundur 22. ágúst 2023
- Umhverfis- og byggingarnefnd | 10. fundur 16. ágúst 2023
- Skipulagsnefnd | 11. fundur 15. ágúst 2023
- Sjá allar fundargerðir