Íbúafundur
Fjórir íbúafundir verða haldnir 3. - 5. október nk. þar sem fjallað verður um tillögu um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í eitt sveitarfélag. Á fundunum verður farið yfir kosningarfyrirkomulagið og kynnt álit og stöðugreining samstarfsnefndar um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar. Að lokum verður opnað fyrir spurningar.
Fundirnir verða sendir út rafrænt og geta þeir sem horfa á fundina einnig sent inn spurningar og tekið virkan þátt á fundinum.
Í júní voru haldnir íbúafundir þar sem kynnt voru drög að stöðugreiningu og forsendum fyrir sameiningu og í framhaldinu fengu fundargestir tækifæri á að móta frekar stöðugreininguna og forsendur sameiningar. Kynningin á þessum fundi er meðal annars afrakstur frá þeim fundum. Íbúafundirnir heppnuðust einstaklega vel og nú á að endurtaka leikinn.
Íbúar eru hvattir til að mæta og láta sína skoðun í ljós.
- Birkimelur á Barðaströnd, þriðjudaginn 3. október kl. 16:00
- Patreksskóli á Patreksfirði, þriðjudaginn 3. október kl. 20:00
- Íþróttamiðstöðinni á Tálknafirði, miðvikudaginn 4. október kl. 20:00
- Baldurshaga á Bíldudal, fimmtudaginn 5. október kl. 20:00
Hér má nálgast forsendur og stöðugreiningu fyrir sameiningu sveitarfélaganna
- Hvar?
Íþróttamiðstöðin - Hvenær?
4. október - Klukkan?
20:00
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 13. fundur 21. nóvember 2023
- Skipulagsnefnd | 14. fundur 21. nóv 2023
- Umhverfis- og byggingarnefnd | 11. fundur 23. nóvember 2023
- Sveitarstjórn | 623. fundur 28. nóvember 2023
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 45. fundur 8. nóvember 2023
- Sjá allar fundargerðir